Um vini Þjórsárvera

Markmið Vina Þjórsárvera er að
veita almenningi og stjórnvöldum upplýsingar um Þjórsárver og verndargildi þeirra.

♣Fræða og veita leiðsögn um ferðir í Þjórsárver og bæta aðstöðu fyrir göngufólk á svæðinu.
♣Stuðla að því að Þjórsárverum verði ekki raskað af mannavöldum sem og að ekki verði byggð mannvirki í grennd við friðlandið sem kunna að spilla dýralífi, gróðri, víðernum, jarðmyndunum, fossum og landlagi í Þjórsarverum og vatnasviði þeirra.
♣Vinna að því að Þjórsárver verði skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
♣Afla fjár til starfsemi sinnar og framkvæmda sem stuðla að betri verndun Þjórsárvera.

Frekari upplýsingar gefur Sigþrúður Jónsdóttir, formaður. Netfang gibba@pax.is

Recent Posts

Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2017

Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjarhreppi föstudaginn 21. júlí kl 18:00.

Hluti stjórnarinnar ásamt fylgifiskum fara í stutt óvissu-ferðalag inn á Gnúpverjarafrétt þann -20. júlí og fram á föstudag til setja niður þær stikur sem ekki tókst að klára í fyrra, er það hjá Geldingatanga rétt framan Gljúfurleitarfoss.

Að því loknu verður ekið og gegnið á valda staði á afréttinum. Það gæti verið Kjálkaversfoss, Tjarnaver,  Hnífárver, Kisugljúfur eða hinn sérstaki kofi við Kisu.

Allir félagar og velunnarar Þjórsárvera eru velkomnir að slást í för. Félagið býður upp á kvöldverð inn á afrétti, einhvers staðar þar sem ákveðið verður að gista -í tjöldum.

Vinsamlega látið Sigþrúði Jónsdóttur, s. 846 5247 vita ef þú vilt koma í óvissuferðina, þó fyrirvarinn sé skammur.

  1. Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2016 Comments Off on Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2016
  2. Að stika gönguleið að Dynk og Glúfurleitarfossi Comments Off on Að stika gönguleið að Dynk og Glúfurleitarfossi
  3. Opið bréf til að vekja athygli á hættu vegna goss í Bárðarbungu Comments Off on Opið bréf til að vekja athygli á hættu vegna goss í Bárðarbungu
  4. Bréfi til Vina Þjórsárvera, frá 3. janúar 2014 Comments Off on Bréfi til Vina Þjórsárvera, frá 3. janúar 2014
  5. Þjórsárver, stjórnvöld fari að leikreglum – Tryggvi Felixson Comments Off on Þjórsárver, stjórnvöld fari að leikreglum – Tryggvi Felixson
  6. Látið Þjórsárver lifa í friði -Þorsteinn Ólafsson Comments Off on Látið Þjórsárver lifa í friði -Þorsteinn Ólafsson
  7. Þjórsárver – afmælisdagskrá í Árnesi 17. mars 2012 kl. 14:00 Comments Off on Þjórsárver – afmælisdagskrá í Árnesi 17. mars 2012 kl. 14:00
  8. Áhugahópurinn Comments Off on Áhugahópurinn
  9. Guðmundur Páll Ólafsson og bréf hans til Umhverfisstofnunar Comments Off on Guðmundur Páll Ólafsson og bréf hans til Umhverfisstofnunar