Um vini Þjórsárvera

Markmið Vina Þjórsárvera er að
veita almenningi og stjórnvöldum upplýsingar um Þjórsárver og verndargildi þeirra.

♣Fræða og veita leiðsögn um ferðir í Þjórsárver og bæta aðstöðu fyrir göngufólk á svæðinu.
♣Stuðla að því að Þjórsárverum verði ekki raskað af mannavöldum sem og að ekki verði byggð mannvirki í grennd við friðlandið sem kunna að spilla dýralífi, gróðri, víðernum, jarðmyndunum, fossum og landlagi í Þjórsarverum og vatnasviði þeirra.
♣Vinna að því að Þjórsárver verði skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
♣Afla fjár til starfsemi sinnar og framkvæmda sem stuðla að betri verndun Þjórsárvera.

Frekari upplýsingar gefur Sigþrúður Jónsdóttir, formaður. Netfang gibba@pax.is

Recent Posts

Ágætu félagar – höldum hátíð!

LogoVTEins og þið væntanlega vitið þá hefur friðlandið í Þjórsárverum verið stækkkað og staðfesti umhverfisráðherra það með undirskrift sinni þann 9. október s.l. Auglýsing til kynningar tillögu að mörkum og friðlýsingarskilmálum kom út 4. júlí og var athugasemdafrestur til 3. október.
Í tilefni af þessum mikilvæga áfanga í verndun Þjórsárvera ætla Vinir Þjórsárvera að halda hátíð í Félagsheimilinu Árnesi þann 25. nóvember kl. 20:00
Það var einmitt í Árnesi sem baráttan gegn uppistöðulóni í Þjórsárverum hófst árið 1972, en þá voru uppi hugmyndir um 200km2 lón sem hefði eyðilagt mestan hluta Þjórsárvera. Þá risu Gnúpverjar upp og mótmæltu á fundi í Árnesi! Við eigum þeim sem að því stóðu mikið að þakka. Hefðu þau áform ekki verið stöðvuð, hefðu þau sem síðar stóðu vaktina ekkert getað gert því Þjórsárver væru löngu horfin í jökullón.

Við vonum að sem flestir félagsmenn og aðrir vinir Þjórsárvera komi og fagni saman.

Með bestu kveðju.
Stjórn Vina Þjórsárvera,
Sigþrúður Jónsdóttir,
Tryggvi Felixson,
Guðbjört Gylfadóttir,
Pálína Axelsdóttir Njarðvík
Jóhanna Höeg Sigurðardóttir

P.S. Gistihúsið Denami í Vestra-Geldingholti verður opið þessa helgi ef einhver kýs að gista í nágrenni Árness eftir hátíðina og njóta sveitarinnar ögn lengur. Bóka þarf gistingu í siðasta langi fimmtudaginn 23. nóvember sjá: www.denami.is

  1. Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2017 Comments Off on Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2017
  2. Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2016 Comments Off on Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2016
  3. Að stika gönguleið að Dynk og Glúfurleitarfossi Comments Off on Að stika gönguleið að Dynk og Glúfurleitarfossi
  4. Opið bréf til að vekja athygli á hættu vegna goss í Bárðarbungu Comments Off on Opið bréf til að vekja athygli á hættu vegna goss í Bárðarbungu
  5. Bréfi til Vina Þjórsárvera, frá 3. janúar 2014 Comments Off on Bréfi til Vina Þjórsárvera, frá 3. janúar 2014
  6. Þjórsárver, stjórnvöld fari að leikreglum – Tryggvi Felixson Comments Off on Þjórsárver, stjórnvöld fari að leikreglum – Tryggvi Felixson
  7. Látið Þjórsárver lifa í friði -Þorsteinn Ólafsson Comments Off on Látið Þjórsárver lifa í friði -Þorsteinn Ólafsson
  8. Þjórsárver – afmælisdagskrá í Árnesi 17. mars 2012 kl. 14:00 Comments Off on Þjórsárver – afmælisdagskrá í Árnesi 17. mars 2012 kl. 14:00
  9. Áhugahópurinn Comments Off on Áhugahópurinn