Að stika gönguleið að Dynk og Glúfurleitarfossi

Kæru félagar í Vinum Þjórsárvera

Eins og þið munið þá fékk félagið styrk árið 2014 til að stika gönguleiðina að fossunum í Þjórsá, Dynk og Glúfurleitarfossi. Í fyrra stóð til að fara í verkið en uðurm við að fella ferðina niður vegna kulda og ófræðar inn afréttinn. Nú virðar aldeilis betur og lítur vel út með færð og gróður. Við stefnum að því að fara og stika þessa undurfögru gönguleið helgina 9. -10. júlí n.k. Félagið hefur fengið fjallmannahúsið í Gljúfurleit þessa daga og þar höfum við aðstöðu til að elda borða og gista. Þetta er ágætt hús með eldhúsi, matsal og svefnlofti og bæði vatnssalerni og fínum kamri! Við fáum húsið og aðstöðuna án endurgjalds hjá sveitarfélaginu.
Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn í þessari ferð.

Aðeins er jeppafært inn á þetta svæði svo við þurfum að skipuleggja ferðina og sameinast í bíla. Vinsamlega látið mig vita hvort þig getið komið í þessa vinnuferð og hvort þið hafið bíl til fararinnar eða þurfið far hjá öðrum.   Vona að við sjáumst sem flest. Fossagöngur hafa alltaf verið góðar. Vinsamlega munið að greiða árgjald félagsins sem er 500 kr.  kt: 501111-0150 banki: 0536-26-014501

Með kærum kveðjum, Sigþrúður Jónsdóttir, formaður s. 846 5247